ahhhh...kertaljós, komin upp í rúm að hlusta á kúru playlistann minn í hlébarðanáttbuxunum.. kósí...
ég var að koma úr dinner með honum eika mínum löggu.....ahhhh....hann eiki minn... sama hversu mikið við eldumst og annað, hann mun alltaf bara vera hyper og 22 ára í mínum augum... kannski má það reyndar ekki lengur, hann er orðinn svo stór og settlegur....
ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og við gerðum það einmitt í kvöld, crépes á Ari í Ögri.
ég hefði getað verið á sauðárkróki á eina veitingastaðnum sem þar er en nei, ég var á 101 og við hliðina á Prikinu...samt eins og ég væri í allt öðrum heimi....Ari í Ögri...hmmm... spes en gott spes.
ég og æðarnar í höfðinu mínu erum ekki vinir.
ég þurfti að fara heim úr fína boðinu hennar Jónu minnar á laugardaginn.
mín var komin með Class A mígrenikast.
Það eina sem lagði það var að liggja uppi í rúmi í myrkrinu að hlusta á fallega rödd að reyna að hjúkra mér til heilsu...og það gekk.... ég sofnaði með bros á vör og engan höfuðverk...
en nú held ég að æðarnar séu húkkt á röddinni...
ég heyrði ekkert í henni í gær og nú er verið að refsa mér....
ég er aftur komin með ekki nógu spes höfðuverk...... ég bara hreinlega skil þetta ekki! ég sem er svo dugleg að passa upp á mig í matarræði og svona...og ég er ekkert sérlega stressuð eða neitt þannig...allavega ekkert meira en venjulega....ekki skemmtilegt, ég vil ekki vera ljósfælin úti í horni með æðar sem reyna að sleppa úr hausnum mínum...
kannski fæ ég fix í kvöld, kannski læknast ég þá...
talandi um stress, ég fékk hæstu einkunn sem ég hef fengið á háskólagöngu minni í dag; 8.5 í 15% prófi í Klínískri sálfræði.... ótrúlegt en satt þá varð ég fúl. ég vildi fá allavega 9.
ég er búin að liggja yfir því í allann dag á hvaða krossi ég hefði klikkað á...í þetta sinn er ekki hægt að kenna neinu um það að ég hafi ekki fengið hærra. ég var ekki að vinna. bara læra. það er bara mér að kenna ef ég læri ekki nógu mikið....eða æðunum þarna uppi...hvað um það, ég sem er einmitt með svo mikið af hvíta efninu í heilanum, að klikka á þessu...
kröfurnar hafa hækkað nú þegar maður er farin að gæla almennilega við hugmyndina um framhaldsnám....og jafnvel...gulp....starf...frama....
kerti eru vanmetin. ég er þeirrar skoðunar. það ætti að vera svona regla á Íslandi að á hverju kvöldi þegar farið er að hausta ætti fólk að hafa kveikt á kertum allavega klst á kvöldi.
Sparar rafmagn og er kósí! Maður er einnig sérstaklega sætur í lýsingu kertanna. Ég skora hér með á íslendinga nær sem fjær að kveikja oftar á kertum..og hafa rómó heima hjá sér...þó þeir eru bara eins og ég, einir að kúra með sjálfum sér.
kerti eru einmitt eitt af því sem gleðja mig á haustin.... ég elska kertaljós... og þrái arin.
í draumahúsinu verður arin, það eru hreinar og beinar línur.
ég er orðin svo mikil homebody. í gær var matarboð hjá afa gulla, hann átti afmæli kallinn, nautalund og fínerí.... ég á engan mat í ísskápnum þannig að ég missti mig aðeins... namminamminamm.... það er einnig vanmetið að eyða tíma með fjölskyldunni sinni.
good quality time.....family time...
heyrði ég er farin að bulla og röfla og er með hugan við sætan strák og rauða sögu. ég er hálfnuð með þriðja kaflann, spennandi.....
ég virðist eiga mikið sameiginlegt með Bítlunum þessa dagana.... við eigum góð sing along á morgnanna...
ég HATA blæðingar. ég hata túr. ég hata tíðir.
hvar er darwin og þróunin?
ég ætla að gleypa pilluna fram yfir jól, þetta er algert rugl að vera standa í þessu.
hormón hér og hormón þar.
þau eru gersamlega alls staðar.
lítið ljóð fyrir ykkur stelpurnar til að líma á baðherbergisspegilinn :)
ég er farin í söguskrif.....og sing along...og kíkja á eina sæta ljósmynd af brosandi strák....
...i want to live life and be good to u......
siggadögg
mánudagur, október 3
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ elskan....TIL HAMINGJU með þessa massa einkunn - hlusta ekki á svona crap með einhverjar 9-ur, síðan hvenær er það nú hægt í HÍ??? anyways - lenti í sama migrenis pakkanum á laugardaginn einmitt þegar maður var búinn að plana eitthvað skemmtó, típískt. Svo bara hálfveik núna með te heima og vítamín getting better!!!! (eins gott allavegana) en sammála kertapælingunni þinni (búin að vera dugleg að massa hana hér í dk, ýkt kósý þegar þú droppar við) og gangi þér vel með þriðja kafla:)
Skrifa ummæli